<$BlogRSDURL$>
Anderson kids
Friday, December 15
 
Í gær fórum við Kamilla til læknisins, eða það héldum við amk. Á heilsugæslunni tók hjúkrunarfræðingurinn á móti okkur og það var ekki fyrren hún leiddi okkur framhjá skoðunarherbergjunum og inn í sprautuherbergið að ég fattaði að Kamilla átti að fá sprautu! Úpps. Enginn andlegur undirbúningur eða neitt. Enda grét Kamilla sárt. Sem betur fer þurfti hún bara eina sprautu (Lifrarbólga B) en það bættist svo líka við fingraástunga vegna annars (of langt mál að útskýra núna - það þurfti aðallega að athuga járnbúskapinn hjá henni). Þessi fingraástunga var meira en að segja það því svo mikið blóð kom að við Kamilla vorum nánast útataðar (það virtist amk vera þannig). Því miður fengum við þennan hjúkrunarfræðing, hinn hjúkrunarfræðingurinn, karlmaður, en mun betri. Konan er harðhent og kaldlynd en karlinn ljúfur og blíður.

Í fyrsta sinn sem við komum þangað þá kom hún með lista af sprautum sem stelpurnar áttu að fá og ég held að Kamilla hafi átt að fá 6 sprautur í einu. En þegar við mættum í sprauturnar þá tók karlmaðurinn á móti okkur og hann fór vel og vandlega yfir þetta og náði að fækka sprautunum í 3! Kamilla var svo róleg í návist hans að hún fór ekki einu sinni að gráta, þrátt yfir sprauturnar þrjár.

Ég verð líka að segja frá hvað Ása Sóley hefur stækkað og þroskast á undanförnum vikum. Á síðustu 4 vikum eða svo þá hefur hún orðið að krakka. Hún er ekki lengur hangandi í pilsfaldinu hjá mér (væri ég almennt í pilsi) og leikur sér mun meira með stóru krökkunum. Hún þarf miklu minna á mér að halda, sem er bara hið besta mál. Ég var alveg búin á að hafa ungabarn. Ég hef ekkert nema dýpstu samúð með foreldrum fatlaðra barna sem eru lengur að þroskast og ná kannski jafnvel ekki að þroskast framyfir ungbarnastigið. Þetta er skemmtilegur aldur en allt hefur sinn tíma. Nándin er mikil en á sama tíma er persónulegt frelsi lítið. Svo snýst þetta við og frelsið er nánast algjört (með eintóma unglinga á heimilinu) en mun minni nánd.

Comments:
Já ég man hvað Kamilla var hrædd við lækna. Já ég var einmitt að skoða myndirnar og hugsa hvað Ása Sóley væri orðin stór og Kamilla og Heiðmar Máni eru svo fljót að vaxa að maður verður orðin unglinamamma með gelgjustig á code red. ;o) sjáumst
 
Post a Comment

Powered by Blogger